Thursday, September 30, 2004


Whats wrong with this picture? Posted by Hello

Mafía Íslands.

Mikið hló ég nú mikið yfir fréttaflutningi liðna daga á þessu svokallaða deilis máli. Það er svo gaman að sjá lögregluna vera "all giddy" yfir einhverju sem þeir vita eiginlega ekki alveg hvað er. Þegar maður sér viðtal við þessa gæja þá eru þeir svo ánægðir að ég bjóst fyrst við að það væri verið að tilkynna að Osama Bin Laden hefði fundist við húsleit í Reykjavík.
Í morgunblaðinu í morgun var t.d. alveg kostuleg grein og hin skemmtilegasta lesning. Þar segja þeir frá því þegar þeir réðust inn á heimili 12 ungra stráka er yfirleitt ganga undir nafninu "nördar". Þeir segja einnig frá því að þeir hefðu helst vilja gera húsleit og taka til yfirheyrslu um hundrað manns til viðbótar, það hafi bara ekki verið nægur mannskapur hjá lögreglunni í rvk. Ég hefði nú brosað örlítið við þá sjón að sjá 400 lögreglumenn, eins og talað er um, brunandi um allann bæ. Berjandi niður hurðir og hlaupa á eftir mönnum sem gera lítið annað en að sitja fyrir framan tölvuskjá og borða pizzu. Ef það þarf 4 lögregluþjóna á hvern slíkan þá segir það kannski meira um ástand lögregluliðs okkar en margt annað.
Í stað þess var ákveðið að leita bara á heimilum 12 manns sem tilheyra "grúppunni" Ásgarður (eða Mafíu Íslands). Í undirheimum er sagt að þessi grúppa gangi undir nafninu "hubbinn sem er ekki til". Uhhh, það var allavega ekki erfitt fyrir 10 ára bróðir minn að komast að því að hann væri til, og reyndar frekar auðveldur notkunar. En þar gæti mér skjátlast því lögreglan í rvk náði greinilega ekki að skrá sig á hubbinn. Þeir voru búnir að fá einn notendann til þess að lána þeim notendanafn sitt og gátu því fylgst með starfsaðferðum þessarra manna svo mánuðum skipti. Uhhhhh, hver maður sem hefur notað dc++ veit nú alveg hversu heimskulega þetta hljómar allt saman.
Það voru svo tveir sem þurftu að sofa fangageymslur og farið hafði verið fram á legra gæsluvarðhalds yfir þeim en það ekki gengið vegna samstarfsvilja drengjanna. Svona gaurar sem hafa ekki séð ljós í 5 mánuði fá allt í einu beint slíku beint í andlitið.......ahhh...ahh....the torture...I´ll co-operate!!!! 19 ára gamall tappi.
Svo er á endanum minnst á það að það hafi verið erfitt að afla frekari sönnunargagna því það hafi borist eins og eldur um sinu (meðal hinna meðlima mafíunnar) að lögreglan væri kominn á snóðir um málið og meðlimir hvattir til þess að eyða út öllum gögnum sem gætu saknæmt þá. Jæja, ég hef allavega ekki fengið slík skilaboð og hef engann hug á að eyða mínum harðadisk, sem nú inniheldur um 50gíg á tónlist, á neinn hátt.

Ég kveð að sinni, ég er farinn að gefa mig fram við lögreglu.

Tuesday, September 28, 2004

Brandari dagsins.

A nine year old boy asks his mother, "Is God male or female?"
After thinking for a moment, his mother responds, "Well God is both male and female."
This confuses the boy, so he asks, "Is God black or white?"
"Well," she says, "God is both black and white."
This really confuses the boy, so he asks, "Is God gay or straight?"
Feeling a bit out of her depth, but wanting to be consistent, the mother answers, "Honey, God is both gay and straight."
At this the boy's face lights up with understanding and he triumphantly asks..."Is Michael Jackson God?"

Monday, September 27, 2004

Conversation overload.

Eftirfarandi samræður áttu sér stað á milli mín og Meirihlutans fyrir örfáum mínutum:

Meirhluti: Sælir. Hvað segiru erum við að fara að kíkja á íbúð í kvöld?
Ég: Já, hú....
Meirihluti: Ok, ég hringi þá í þig á eftir, er að bíða eftir símtali.

Og svo var skellt á. Allt tók þetta um það bil 4 sek. Spennandi.

Apartment update....

Þá erum við piltarnir loksins búnir að fá gott boð um skoð. Það er ung mær í kópavogi sem er að fara að leigja út húsnæði sitt og við komum svona skemmtilega til greina. Þetta mun vera blokkaríbúð í tiltölulega nýlegu hverfi. Í næsta nágreni eru svo smáralindin, Sporthúsið, smárinn sjálfur og auðvitað hann Lúlli. Ekki slæmt það.

Framhald síðar..........

Saturday, September 25, 2004

Incubus tónleika update.

Ég var að ræða við kallana í úglöndum og þeir eru búnir að segja mér frá því að að þessir tónleikar suckuðu þannig að ég þarf ekki að vera svekktur.

Ég vill ekkert meira um þetta segja!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Thursday, September 23, 2004

Öfund.

Ég verð að viðurkenna það að öfund mín í garð Hilmars nokkurs Geirssonar er ekki lítil þessa stundina. Maðurinn er á leiðinni á tónleikana sem mig er búið að dreyma um að fara á seinast hálfa árið, ef ekki lengur. Þar eru Incubus að spila og The Vines að hita upp. Ekki slæmur kostur það.

Eins gott að kallinn taki myndir og sýni mér þegar hann kemur aftur á klakann......

Komment.

Það er alveg spaugilegt hvað allir eru feimnir við að kommenta á hluti hérna. Ef ekki væri fyrir Simma þá væri nákvæmlega ekki neitt að gerast í þessum málum. Algjör brandari.

Wednesday, September 22, 2004

Stjarnan - Breiðablik

Blikar voru sendir aftur í kópavoginn með skottið á milli lappanna eftir 70 - 64 tap fyrir stórliði Stjörnunar. Eftir magnaðan þriðja leikhluta þar sem Stjarnan náði 22 stiga forskoti var aldrei spurning hvoru meginn sigurinn myndi lenda. Ég vil koma á framfæri þökkum til þeirra 8 áhorfenda sem mættu á leikinn að hvetja liðið áfram. Það er þessi stuðningur sem heldur okkur gangandi.......pís át.

Ljóð, nánast...

Þetta aðgerðaleysi er að fara með mig. Ég er að finna fyrir rótleysi mínu á þessu tilverustigi og hvernig það heltekur mig og dregur í pytti þunglyndis. Í lífinu á að felast meira. Einhver tilgangur, einhverjar langanir sem ná fram í manni þor til þess að gera hlutina betur. Vera betri við náungann. Standa sig gagnvært fólkinu sem treystir á mann. Þetta er allt leikur sem ég er hættur að hafa gaman af, en í þessum leik eru engar innáskiptingar og því er maður látinn kveljast í eigin eymd þar til að á einhvern óútskýranlegan allt eigi að blómstra. Allt að virðast vera í svo réttri mynd að maður myndi ekki vilja hafa það á neinn annann hátt. Er þetta þá kannski ekki hlutur sem gerist fyrir alla? Er ég einn af þeim útvöldu sem fá ekki að finna fyrir þörf hjá sér á öðrum og þörf hjá öðrum að hafa mig að? Ég ligg á barmi tilfinningalegs gjaldþrots. Tilfinningar sem ég hef aldrei heiminum sýnt eru nú næringarlausar og uppþornaðar.

Ég er dauður að innann.

Ég sá hana og allt birti til...............................

Vona bara að hún vakni ekki er ég læðist út..............

Leiðinlegi titillinn.

Núna er leitinn af himnaríki víst orðin að þriggja manna ferð en ekki tveggja eins og upprunalega var planið. Þetta lífgar óneitanlega uppá þetta og eru nokkur eld í járninum. Spurning hvort það verði þá einum gestapenna gefinn smá prufutími hérna til þess að sjá hvernig hann höndlar þetta.

Fór svo á Wicker Park í bíó um helgina. Var búin að vera í slæmu skapi þann dag, eins og reyndar marga undanfarna daga, og var ekki að búast við miklu. Það er færir mér mikla gleði að fá að tilkynna ykkur það að þessi mynd kom mér svona skemmtilega á óvart. Mér finnst hún frábærlega tekin og ágætlega leikinn og margar skemmtilegar pælingar í mannlegum tilfinningum, þótt handritið hafi óneitanlega sínar gloppur. Þetta bjargaði fyrir mér helginni og ég fór því glaður undir sæng það kvöld.

Svo er leikur hjá Stjörnunni á morgun á móti Breiðablik. Klukkan 8 að Ásgarði og eru allir beðnir um að halda sig fjarri. Úrslit verða sett inn hérna að leik loknum.

P.S. Svo er einhver feimni í meirihlutanum því hann hefur ekki enn neitt látið í sér heyra og þurfum við því áfram bara að bíða spennt. Jafnvel vera dugleg að kommenta á fjarveru hans...

Saturday, September 18, 2004


Now thats we call lookin the part....... Posted by Hello


Fascinating.... Posted by Hello

Friday, September 17, 2004

Vinnustaðadagbók.

Bara svona til þess að sýna öllum mínum stórskemmtilegu lesendum hvað er alltaf gaman í vinnunni hjá mér hef ég ákveðið að taka saman smá dagbók. Það er ekkert venjulegt starf að vera "Lifeguard" og því kominn tími á að uppljóstra helstu leyndardómum þessa starfsgreinar.

7:02,
Mætti til vinnu tveim mínutum of seint alveg grútsyfjaður. Ekki búin að sofa nóg seinustu nætur og hef næga uppsafnaða þreytu fyrir þrjá menn. Tók öryggiskerfið af húsinu og kveikti öll ljós. Ryksugunni er hent í lauginni og látinn dúsa þar meðan ég held í útiklefanna til þess að spúla og hreinsa.

7:21,
Búin að hreinsa útiklefanna og fer að fylgjast með ryksugunni. Með fjarstýringunni stýri ég henni svo á helstu sandblettina á botninum.

7:51,
Búin að gera sundlaugina og umhverfi hennar vistvæna fyrir væntanlega gesti. Fer inn og fæ mér skyr og djúsglas, hollustan í fyrirrúmi.

8:00,
Laugin opnar. Fastagestir eru búnir að hanga fyrir utan að bíða í um 5 mínutur. Viktor er ekki enn mættur og verður sennilega einnar til tveimur mínutum of seinn líkt og ég var. Ég fer og tylli mér í turninum til þess að fylgjast með sundlaugargestum við iðju sína. 4 gestir mættir. Sú fyrsta var kominn ofaní 08:01:21, nákvæmlega. Ég vildi að ég væri svona fljótur að afklæðast.

8:20,
Viktor er mættur og kíkir út í turn til mín. Hressleikinn skín af andliti stráksins. Fyrstu samræður dagsins áttu sér stað:
Viktor: "Blessaður"
Ég: "Daginn, ég er farinn inn að mæla og fá mér tebolla" ég
Viktor: "Ok"

8:21,
Ég labba af stað inn til þess að mæla.

8:30,
Ég er búin að mæla allt og skrái niður niðurstöður mínar.
Ph stig sundlaugar: 7,08
Sýrustig sundlaugar: 1,58
Sýrustig heitupotta: 0,98 og 0,71
Hitastig úti er 13´c.
Ég held áleiðis á klósettið til þess að gera númer tvö. Maginn eitthvað búin að vera að pirra mig.

9:07,
Ég er kominn aftur út í turn og fæ mér X orkuna sem ég var að kaupa mér. Tíu manns komnir í laugina. Mr Brightside með the Killers á x-inu, snilld.

9: 38,
Ég fylgist með gestum synda.

10:17,
Ég fylgist með gestum synda.

10:43,
Ég fylgist enn grannt með öllum sundmönnunum.....

10:51,
ÉG KVEIKI Á SVEPPINUM!!!!!!!! JÍHAAAA!!!!!! góðar stundir.

11:01,
Viktor er mættur út í turn aftur og ég á í einhverju veseni með wordið í tölvunni minni. Hópur af hálfvitum kæddir sem indjánar og kúrekar labba framhjá sundlauginni. Ég er frekar pirraður akkúrat núna. Ég blóta ónefndum einstaklingum innann þessa hóps í hljóði. Stundum vildi ég að ég væri meiri svona grudge persóna, kemur vonandi bráðum. Hópurinn heldur í golf á fótboltavellinum meðan ég held áfram að blóta inní huga mér. Ekki miskilja mig, ég er mjög ánægður að hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna meðan allt hitt fjörið er í gangi.........í alvöru............ég er ekkert að grínast..........I have no life.
Laugin farinn að fyllast af fólki. Ég ákveð að hlaupa inn að pissa meðan Viktor er úti til þess að leysa mig af.

11:35,
Ég er orðinn svangur!!

11:43,
Úúú.....úú....úú....Megalomaniac með Incubus í útvarpinu. Ég halla mér aftur í stólinn. Ég er ennþá svangur .

12:03,
Orðin mjög svangur og argur og virkilega farinn að velta því fyrir mér hvar Viktor er. Hann getur ekki verið svona lengi að borða (Sjáið til, ég kemst ekki í mat fyrr en hann er búin að borða og kominn út að leysa mig af).
Stjáni 3000 kominn á X-ið þannig að ég skipti á fm. Ekkert þar þannig að ég svitsa á rás 2 og svo áfram á bylgjuna..........fréttir.

Einhver kelling að kveikju í einhverjum húsum í einhverjum bæ útá landi.........fullt af fólki að éta fisk á Dalvík.....ég er svangur.........eitthvað um sáá. Ég er of svangur ti þess að fylgjast með.

12:14,
Viktor er ekki enn kominn og ég er vægast sagt orðinn æstur. Maðurinn getur ekki verið svona lengi að borða!!!! Svo ætlaði ég að vera aðeins með á körfuboltaæfingunni sem byrjaði klukkan tólf. Vesen fer ekki vel með hungri.

12:16,
Reiðin magnast....

12:18,
REIÐIN MAGNAST!!!!!!!!

12:20,
ÉG ER AÐ FARA AÐ MISSA VITIÐ. ERU MENN AÐ SPAUGA. ER ÞETTA EITTHVAÐ GRÍN. ÉG ER SVANGUR OG PIRR......ok, hann er mættur. ég fer að borða.

13:09,
Búin að borða og líður orðið mun betur. Ég fór líka aðeins í salinn þar sem var æfing og hljóp með í um 20 mínutur til þess að hressa mann aðeins við. Viti menn, það reif úr manni alla syfju og þreytu. Tilbúin fyrir restina af fjörinu sem fylgir Laugardegi í lauginni.

13:15,
Kveikt á sveppnum. Krakkarnir ærast. Ég er hetja.

13:21,
Krakkafjandarnir farnir að hanga á línunni. Ég labba út og öskra á þau. Beyoncé syngur bakraddir fyrir mig.
Á fótboltavellinum eru einhverjir farnir að hita upp í gulum búningum. Hlýtur að vera leikur á eftir. Ennþá meira Laugardagsfjör.

13:44,
Það er ekkert markvert að gerast þannig að ég slekk á sveppnum. Ég er þó enn langt frá því að vera að fara að leiðast......eða eitthvað.

14:11,
Núna er nákvæmlega enginn að synda í lauginni. ENGINN. Það eru einhverjir fimm krakkar að leika sér í barnalauginni þannig að ég kveiki á sveppnum, hetjann enn að verki. Svo eru þrjár manneskjur í pottinum. Svona stemningu finnuru ekki annarsstaðar.

14:25,
Það er ekkert að gerast þannig að ég ákvað að segja ykkur frá því að ég fór á hárið í gær. Flott show. Topp stemning.

15:09,
Okkur Viktori leiðist, og þar sem enginn er að synda horfum við á Saturday night live sketch með Will Ferrel. Gott stuff. Eftirfarandi samræður áttu sér stað.
Ég: "Þetta er fyndið stuff maður"
Viktor: "hahahahaha......j....hahahahaha...á!
Ég: "Ferrelinn we snillingur"
Viktor: "hahahahahahahahahahahahahahahahahaha......."

15:30,
Eitthvað lið komið að synda þannig að ég set Viktor í að fylgjast með því meðan ég fer að mæla.

15:55,
Fékk mér að borða í leiðinni og ég var að mæla og gleymdi þá blaðinu með öllum mælingunum inni. Ég er snillingur (eins og góður félagi minn gerir oft þá ætla ég ekki að fara að viðurkenna að ég sé idiot.......you heard me).

16:10,
Ég hringi inn til þess að biðja Viktor að koma út með blaðið með mælingunum á með sér út þegar hann kíkir út næst. Hann er ekki við þannig að ég skil eftir skilaboð.
Það eru krakkar komnir að leika sér þannig að enn einu sinni kveiki ég á sveppinum. Í þetta skipti panickar einn lítill krakkinn og fer að gráta og öskra til skiptis. Ég fæ deathstare frá mömmu hans..........það er allt í lagi fyrir sundlaugavörð að fela sig undir borði........er það ekki........gleymum því.

16:15,
Rétt í þessu sá ég mann vera svamla eitthvað í lauginni og falla svo í yfirlið og sökkva til botns. Ég stekk út úr turninum og ofaní laugina. Fer samt rólega ofaní því ef hann er með hryggjarskaða þá má ekki gera of miklar gárur (maður kann þetta allt). Ég set hann í hryggjarlás og kem honum upp á bakka. Ég lít eftir öndun, hæun virðist ekki vera. Hann er með púls og rétt þegar ég ætla að fara að gera mouth to mouth þá byrjar að að hósta vatni uppúr sér og anda aftur. Hann tekur smá tíma að komast til meðvitundar og skilur ekki hvar hann er eða hvað var að gerast. Ég útskýri allt fyrir honum, honum spyr hvort ég hafi virkilega ætlað að kyssa hann. Fólkið sem var farið að myndast í kring horfir skringilega á mig. Ég útskýri að ég hafi ætlað að blása í hann lofti og fólkið andvarpar í létti. Ég, hetjan, labba aftur uppí turn og fæ mér sæti við lófaklapp viðstaddra.

16:18,
Ég viðurkenni fyrir sjálfum mér að síðasta færsla hafi verið uppspuni að öllu leiti og blóta mér fyrir að hafa þá ekki allavega látið drukknandi manneskjuna vera einhverja fræga leikkonu eða eitthvað slíkt, þá hefði ég allavega verið þekkt hetja. (I will now peel the skin of my body)..............(ég veit, ég veit)

16:25,
Fyrsti útlendingur dagsins lítur dagsins ljós. Það er austurlensk kona einhver. Hún er ein í lauginni að synda núna. Í allt sumar þá hef ég aldrei séð neinn svartan koma í sund hérna. Nánast allir aðrir kynþættir en enginn svartur. Það hlýtur að koma að því.......Bernie Mac sagði reyndar að svart fólk kynni ekki að synda en hvað veit hann??

16:40,
Strákarnir sem fóru í óvissuferðina (indjána og kúreka dæmið) skildu eftir bílana sína hjá fótboltavellinum og fóru með rútu. Af einskærri illsku er ég mikið að spá í að fara hleypa lofti úr dekkjunum á bílunum. Arrg....ég ætlaði ekki að pirra mig á þessu.............fokk it, ég er farinn að hleypa úr dekkjunum. (Ég veit að ég er ekki sá frumlegasti með hrekki en hvað það, þetta virkar fyrir mig.)

Þetta var leikþátturinn biturleiki dagsins eftir óþekktan höfund.......snúum okkur aftur að fjörinu..........Karl Ágúst úr spaugstofunni var að koma í sund. Hehe. Hann labbar svona um bendandi á alla "blessaður" og blikkar svo í leiðinni. Hrikalega töff gæji. Hann fer svo að synda með dóttir sína á bakinu.

17:00,
Bara klukkutími eftir.....best að reyna að njóta hans sem mest....fá sem allra mest út úr deginum.

17:07,
Hannes og Hjölli koma í sund. Ætli allir strákarnir úr óvissuferðinni séu á leiðinni ofaní eða slepptu þeir því bara að fara með?

17:12,
Þarna koma tveir í viðbót úr óvissuferðinni ofaní. Þetta er alveg til að gera mig brjálaðan.....Þetta kallar maður að strá salti í sárin. ÞEIR KOMA ALLIR Í FOKKING SUND......GUÐ, ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI BENT ÞEIM Á BÍLINN NÚNA.

17:15,
Doddi og Þoggi komandi hlæjandi og skella sér ofaní......I am about to combust into flames........hvar er sniper rifill þegar þú þarft á honum að halda?? Ég ætti kannski að fara að reka þá uppúr fyrir að vera fullir í sundi!!

17:25,
Þeir eru allir komnir í pottinn og ég er að spá í að fara og spúla þá alla með ísköldu vatni.......ég vildi að ég gæti snöggkælt pottinn núna.

17:35,
Fíbblin eru farinn að hlaupa um naktir. Fara naktir uppúr og einn hring um pottinn..........Þótt ég sé pirraður þá skal ég viðurkenna að þetta er svolítið fyndið uppá að horfa. (hvar er myndavélin þegar maður þarf á henni að halda?)

17:45,
Allir starfsmenn komnir út og fólk farið að kvarta undan þeim og hvað ég geri lítið í því að skikka þá til. Þeim hefur þá hér með tekist að endanlega eyðileggja fyrir manni skapinu. Fyndið hvað blygðunarkenndin er mikil hjá þessu fólki sem er hérna ofaní. Þótt þeir hafi verið að pirra mig hefur ekki verið svo mikið um læti, smá nekt og reyndar einhver drykkja í pottinum. Allavega, þeir eru þá allir komnir uppúr núna.

17:50,
Smelli David Gray í tækið og chilla aðeins. Fer að líða að því að ég þurfi að fara út að þrífa aftur. Gott að hlusta á mr. Gray til þess að koma manni í gírinn aftur.

18:00,
Laugin er lokuð og ég fer og rek einhverja útlendinga uppúr sem voru ekki nógu gáfaðir til þess að lesa skiltið með opnunartímanum á frammi í anddyri. Sápan er dreginn fram á ég sprauta alla gufuna og ganginn sem liggur inn að klefa. Megafjör.

18:34,
Búin að sápa og komið að því að bakskola pottana og svona. Og fyrir ykkur sem vitið ekki hvað það er þá er það bara your loss, nenni ekki að útskýra.

19:12,
Vaktin mín búin og ég fer og stimpla mig út. Frammi í anddyri hringi ég í strákana og heyri hvernig staðan er á þeim. Það var eins og ég bjóst við, dagurinn búin að vera hundleiðinlegur, allir drukknir og ekkert gaman. Af einskærri góðvild ákveð ég að kíkja til þeirra þó ekki nema bara til þess að hressa þá aðeins við. Það geta jú ekki allir verið svo heppnir að fá að hanga á 12 tíma vakt á Laugardegi.........I´m a lucky guy.

Thursday, September 16, 2004

Brandari dagsins.

Þetta er samt eiginlega svona meiri saga en brandari en djöfull fyndið engu að síður. Props go to Gísli því að þetta er stolið af síðunni hans...:) .....Enjoy......

When you occasionally have a really bad day, and you just need to take it out on someone, don't take it out on someone you know -- take it out on someone you don't know. I was sitting at my desk when I remembered a phone call I had forgotten to make. I found the number and dialed it.
A man answered, saying, "Hello." I politely said, "Could I please speak with Robin Carter?"
Suddenly, the phone was slammed down on me.
I couldn't believe that anyone could be so rude. I realized I had called the wrong number. I tracked down Robin's correct number and called her. I had accidentally transposed the last two digits of her phone number. After hanging up with her, I decided to call the 'wrong' number again. When the same guy answered the phone, I yelled, "You're an asshole!" and hung up.
I wrote his number down with the word 'asshole' next to it, and put it in my desk drawer.
Every couple of weeks, when I was paying bills or had a really bad day, I'd call him up and yell, "You're an asshole!" It always cheered me up.
When Caller ID came to our area, I thought my therapeutic 'asshole' calling would have to stop. So, I called his number and said, "Hi, this is John Smith from the Telephone Company. I'm just calling to see if you're familiar with the Caller ID program?" He yelled, "NO!" and slammed the phone down. I quickly called him back and said, "That's because you're an asshole!
"One day I was at the store, getting ready to pull into a parking spot. Some guy in a black BMW cut me off and pulled into the spot I had patiently waited for. I hit the horn and yelled that I had been waiting for that spot. The idiot ignored me. I noticed a "For Sale" sign in his car window . . so, I wrote down his number.
A couple of days later, right after calling the first asshole ( I had his number on speed dial), I thought I had better call the BMW asshole, too.
I said, "Is this the man with the black BMW for sale?"
"Yes, it is."
"Can you tell me where I can see it?"
"Yes, I live at 1802 West 34th Street. It's a yellow house, and the car's parked right out in front."
"What's your name?" I asked.
"My name is Don Hansen," he said.
"When's a good time to catch you, Don?"
"I'm home every evening after five."
"Listen, Don, can I tell you something?"
"Yes?"
"Don, you're an asshole."
Then I hung up, and added his number to my speed dial, too. Now, when I had a problem, I had two assholes to call.
But after several months of calling them, it wasn't as enjoyable as it used to be. So, I came up with an idea. I called Asshole #1.
"Hello."
"You're an asshole!" (But I didn't hang up.)
"Are you still there?" he asked.
"Yeah," I said.
"Stop calling me," he screamed.
"Make me," I said.
"Who are you?" he asked.
"My name is Don Hansen."
"Yeah? Where do you live?""Asshole,
"I live at 1802 West 34th Street, a yellow house, with my black Beamer parked in front."
He said, "I'm coming over right now, Don. And you had better start saying your prayers."
I said, "Yeah, like I'm really scared, asshole."
Then I called Asshole #2.
"Hello?" he said.
"Hello, asshole," I said.
He yelled, "If I ever find out who you are...!"
"You'll what?" I said.
"I'll kick your ass," he exclaimed.
I answered, "Well, asshole, here's your chance. I'm coming over right now."
Then I hung up and immediately called the police, saying that I lived at 1802 West 34th Street, and that I was on my way over there to kill my gay lover. Then I called Channel 13 News about the gang war going down on West 34th Street. I quickly got into my car and headed over to 34th street. When I got there, I saw two assholes beating the crap out of each other in front of six squad cars, a police helicopter, and the channel 13 news crew.
NOW, I feel better - This is "Anger Management" at its very best.

Það er reyndar alveg hægt að efast um sannleiksgildi þessarar sögu, en fyndið stuff engu að síður.

Lesendur....

Næsta framkvæmd er svo að tilkynna öllum okkar loyal lesendum, og já þeir eru alveg 2 eða eitthvað, að síðan sé aftur up and running og orðið hægt að kommenta á þetta allt.

Pennar þessarar síðu munu svo síðar í dag funda og ræða um það sem koma skal.....Einnig stendur enn leit yfir af nýjum höfuðstöðvum.

THIS IS HUGE!!!!!

comments

Eftir margar þrotlausar og árángurslitlar tilraunir hefur loksins tekist að koma á mannsæmandi comment kerfi.....Þá fer fjörið loksins að færast í aukana.

Vinna....

Ég er búin að vera mikið að vinna undanfarna daga og hef því ekki haft tíma til þess að skrifa neitt. Núna er maður hinsvegar byrjaður í fjarnáminu og farinn að hanga mun meira í tölvunni:)

All if uphill from now. Er að fara að koma inn með fasta liði og ýmislegt í þeim dúr. Svo ætti Digglerinn að fara að láta sjá sig hérna hvað á hverju.

P.S. Ef einhver á íbúð á lausu sem hann/hún vill leigja mér og Digglernum fyrir auðvitað mjög lítinn pening þá má sá hinn sami vinsamlegast hafa samband.

Saturday, September 04, 2004

Inn með Ívar.

Ég hefði nú alveg verið til í að sjá Ívar þarna inná í dag í staðinn fyrir Ólaf. Hann er búin að sukka svakalega í dag......Stoltið bara of mikið hjá þessum köllum á brúnni.

1-3.

I have no words....

Sorglegt.

0-2 undir.

Íslendingar eru að spila eins og ég veit ekki hvað. Þetta er sko ekki sama lið og spilaði við Ítalíu hér um daginn. Vörninn er hrikaleg og boltinn er ekki einu sinni að komast fram........wait a minute.....

Við vorum að fá víti.......og Eiður minnkar muninn. Það lagar samt ekki mikið, okkur vantar ennþá tvö.

Fyrri leikir.

Er það vitleysa hjá mér eða unnu við ekki Búlgaríu 4-1 eða eitthvað álíka síðast?? Er ég að þvæla einhverja algjöra vitleysu hérna eða?

Ísland-Búlgaría

Þá er komið að Ísland - Búlgaría í undankeppni HM. Það er ekki hægt að segja að okkar menn séu að gera vel hérna í byrjun. Komnir 0-1 undir eftir 40 min. Og Heiðar kominn með eina líkamsáras á markvörð Búlgara. Það er vonandi að menn fara að hressast hérna í síðari hálfleiknum.

Áfram Ísland!!!!!

Friday, September 03, 2004

Valsmótið

Eftir um klukkutíma hefst Valsmótið og eru allir hvattir til þess að mæta! Ég er sjálfur farinn að fá mér í gogginn og ætla svo að koma mér af stað niðureftir. Pís át.

Comments

Commenta kerfið ætti að detta inn hvað á hverju.

Test

Test number 1

The first post.

Vegna sífelldra vændræða með typpin var slóðin færð í öruggara umhverfi.