Thursday, October 28, 2004

Áskorun.

Fyrsta áskorunin hérna hjá okkur er þessi:

Ég skora á meirihlutann að setja aftur upp blue steel myndina!!

Og auðvitað hvet ég lesendur til þess að aðstoða mig við að hvetja kallinn...

Man needs a maid.

Eins og Neil Young söng svo fallega um hérna á árum áður þá þurfum við mennirnir að láta hirða um okkur og þar sem það er farið að líta svolítið illa út á höfuðstöðvum þessarar ágætu síðu þá auglýsum við hérmeð að starf þjónustustúlku okkar er laust til umsóknar.
Þarf að sýna fram á að viðkomandi hafi mikla hæfileika á sviði þrifnaðar og brjóstastærðar.

Með von um skjót viðbrögð...

Tuesday, October 26, 2004


number2 Posted by Hello


Nokkrar myndir eftir djammið á laugardag. 3-0 Posted by Hello

Monday, October 25, 2004

Brandari dagsins.

A little boy goes to his dad and asks, "What is Politics?" Dad says, "Well son, let me try to explain it this way: I am the head of the family, so call me The President. Your mother is the administrator of the money, so we call her The Government. We are here to take care of your needs, so we will call you The People. The nanny, we will consider her The Working Class. And your baby brother, we will call him The Future. Now think about that and see if it makes sense. So the little boy goes off to bed thinking about what Dad has said. Later that night, he hears his baby brother crying, so he gets up to check on him. He finds that the baby has severely soiled his diaper. So the little boy goes to his parent's room and finds his mother sound asleep. Not wanting to wake her, he goes to the nanny's room. Finding the door locked, he peeks in the keyhole and sees his father in bed with the nanny. He gives up and goes back to bed. The next morning, the little boy say's to his father, "Dad, I think I understand the concept of politics now," The father says, "Great son! Tell me in your own words what you think politics is all about." The little boy replies, "The President is screwing The Working Class while The Government is sound asleep. The People are being ignored and The Future is in deep shit."

Stjörnufréttir.

Eftir þriðja leik tímabilsins er stjörnuliðið enn ósigrað. Í þetta skipti voru það leikmenn ÍS sem urðu að játa sig sigraða í Ásgarði. Það verður seint sagt um þennann leik að varnir hafi verið í hávegum hafðar enda skoruð 200 stig í leiknum. Lokatölur 103-86. Næst heldur svo liðið austur fyrir fjall að spila á erfiðum útivelli Drangsmanna eftir ljúfa heimavallatörn.


Sunday, October 24, 2004

last post

The last post might have been a tad to big and I can't figure out why mr.Diggs keyboard is not in Icelandic.

Wednesday, October 20, 2004

KvikmyndaGetraun dagsins.

Ég verð nú að byrja á því að lýsa yfir vonbrigðum mínum með lesendur þessarar síðu þar sem það hefur enginn giskað á tvær síðustu getraunir. Óttalega slappt. Menn eins og tvíburarnir sem eru meðal okkar daglegra lesenda hafa ekki einu sinni kommentað einu sinni síðan síðan (hehe) byrjaði. Við þurfum greinilega að fara að setja inn svæsnari sögur hérna til þess að framkalla meiri viðbrögð.

En hér kemur allavega getraun dagsins í dag:

"First of all, Papa Smurf didn't create Smurfette. Gargamel did. She was sent in as Gargamel's evil spy with the intention of destroying the Smurf village, but the overwhelming goodness of the Smurf way of life transformed her. And as for the whole gang-bang scenario, it just couldn't happen. Smurfs are asexual. They don't even have reproductive organs under those little white pants. That's what's so illogical, you know, about being a Smurf. What's the point of living if you don't have a dick? "

Þessi á nú alls ekki að vera svo svæsin.......

Monday, October 18, 2004

KvikmyndaGetraun dagsins.

Þessi ætti nú alls ekki að vera það erfið. Vonandi reyna fleiri við en síðustu.....

"You don't want the truth. You make up your own truth. "

The floor is open.

Meira porn.

Það er spurning hvort eitthvað ætti að ræða þá frekar föstudagskvöldið líka??

Thursday, October 14, 2004

Kvikmyndagetraun dagsins.

Þar sem Meirihlutinn er ekkert búin að setja inn þennann daginn þá kippum við því í liðinn.

"It's like seeing someone for the first time, and you look at each other for a few seconds, and there's this kind of recognition like you both know something. Next moment the person's gone, and it's too late to do anything about it."

One of my personal favorites....
Spurt er um character, leikara og bíómynd.

Wednesday, October 13, 2004

Óður til lesenda.

Þar sem við erum komnir með svona "stóran" og skemmtilegan hóp lesenda hef ég ákveðið að skrifa hér inn smásögu sem birtist í nokkrum hlutum þar sem lesendur okkar eru í aðalhlutverki. Ef einhver sem er að lesa hefur ekki verið nefndur og er ósáttur þá er bara að kommenta, þá er aldrei að vita nema viðkomandi verði bætt inn. Og auðvitað óskir um plott og annað slíkt. So without further ado........part 1.


Mig verkjaði í kjálkann þegar ég vaknaði. Ég reyndi að rísa upp í setustöðu. Hausverkurinn fór fljótlega að láta á sér bera.Ég hennti mér aftur á koddann og tók um kjálkann. Hrikalega var þetta vont.
"Er þér ennþá illt í kjálkanum." heyrðist allt í einu frá hinni hlið rúmsins.
Mér brá og ég leit hann snögglega við. Þarna lá einhver dökkhærð stelpa. Ég reyndi snögglega að koma öllu heim og saman en allt kom fyrir ekki.
"Ég heiti Heiður ef það er það sem þú ert að reyna að muna." sagði stelpan þegar hún sá hvað ég varð allur vandræðalegur.
"Það er ekki það. Ég er bara að drepast á kjákanum og svo held ég að ég sé að fá alveg hrikalega þynnku." Laug ég.
Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var. Hvað í fjandanum er eiginlega í gangi hérna.

Gærkvöldið hafði allavega byrjað eins og hvað annað Laugardagskvöld. Við Simmi höfðum farið á Grillhúsið að fá okkur Nautalokur og nokkra kalda yfir landsleiknum gegn svíum. Eftir skemmtilegan 3-1 sigur þá vorum við í soddan kæti að við sáum engann tilgang í því að vera að minnka á fjörinu.
Við rölltum yfir á Apótekið til þess að fá okkar nokkra í viðbót og ræða aðeins leikinn við Tóta barþjón. Hann er jú orðinn landsþekktur sem helsti consultantinn hjá Loga og Ásgeiri í gegnum þessar blessuðu Landsbankaauglýsingar. Íslenski draumurinn í öllu sínu veldi.
Eftir góða dvöl þar minnti mig endilega að við Simmi hefðum verið farnir að ræða við einhverjar stúlkur er hétu Andrea og Snæfríður. Eitthvað fór mig líka að ráma í dauða ketti þótt ég hafi illa áttað mig á samhenginu við gærkveldið í því.


“Mig grunaði nú að minnið yrði hjá þér gloppót þannig að þú þarft ekkert að vera að ljúga að mér.”
“Ég er ekkert að ljúga. Ég man bara ekki alveg hvar við hittumst” Hélt ég blákaldur áfram.
“Ég og Elín hittum þig, Simma og Snæfríði á Bianco í gær.”

Bianco. Bróðir hennar Andreu var víst að vinna á kokkteilbarnum Bianco og bauð hún okkur strákunum að koma með þeim stelpunum að þiggja nokkar góðar veigar þar með þeim. Simmi var orðinn eitthvað heitur fyrir henni Snæfríði og þjarmaði hart að mér að játast boðinu.
Við settumst við við gluggana fjærst klósettunum. Bianco var svona þessi klassíski lounge bar. Stórir sófar, ilmandi kerti og dýrt Viskí var aðalinn. Simmi var ekki mikið fyrir allar þessar sterkari útgáfur af áfengi og fékk sér því bara bjór. Það var svo strawberry daiquiry fyrir stelpurnar og Gin & Tonik fyrir mig.

Ég rembdist og rembdist en ekkert birti til. “Þú fyrirgefur, en ég er bara ekkert að kveikja neitt. Ég rétt mundi eftir að hafa komið á Bianco núna þegar þú sagðir mér frá því að hafa hitt mig þar.”
“Vertu bara ánægður. Ég vildi óska að ég myndi ekki neitt,” sagði Heiður.
“Það getur nú varla hafa verið svo slæmt. Ég hef nú hingað til alltaf getað performað þótt ég hafi verið drukkinn.”
“Og það klikkaði heldur ekkert í gær. Ég er ekkert að tala um það.”
Mér var farið að verða virkilega illt í hausnum.

Framhald síðar......

Tuesday, October 12, 2004

Gjafahornið.

Núna er tækifærið fyrir lesendur þessarar síðu að vinna sér inn prik hjá greinarhöfundum. Þannig er að í nýju höfuðstöðvar okkar vantar bæði ískáp og sjónvarps sófa. Þess þarf auðvitað ekki að geta að þessir hlutir óskast gefins....

Wednesday, October 06, 2004

Countdown.

Tímabilið byrjar með leik Stjörnunnar og Þórs frá Þórlákshöfn eftir nákvæmlega 50 klukkustundir.....

Tuesday, October 05, 2004

Einlínungar....

A day without sunshine is like... night.
Save the whales. Collect the whole set.
You have the right to remain silent. Anything you say will be misquoted, then used against you.
Nothing is fool-proof to a sufficiently talented fool.
He who laughs last, thinks slowest.
I almost had a psychic girlfriend but she left me before we met.
I intend to live forever - so far, so good.
Depression is merely anger without enthusiasm.
Okay, so what's the speed of dark?
I'm as confused as a baby in a topless bar.
Make it idiot proof and someone makes a better idiot.
Lottery: A tax on people who are bad at math.
There's too much blood in my caffeine system.
Consciousness: that annoying time between naps.
Don't take life too seriously, you won't get out alive.

Headquarter newsflash!!

Þá eru málin komin á hreyfingu. Kvistirnir eru komnir með höfuðstöðvar í hinu nýja og gullfallega sala hverfi í kópavogi. Það var þessi indælispiltur sem búsettur er á spáni sem hafði rekist á síðuna hjá okkur og séð hvað í hópnum byggi. Hann tók því málin í sínar hendur og hefur nú boðið okkur að búa í húsinu hans gjaldfrjálst svo lengi sem þessar góðu skriftir haldi áfram.....

Inside out partýið verður því á döfinni fyrir aðra lesendur til að fagna nýjum húsakynnum og verður það betur kynnt síðar.

...þessir aðdáendur.......þetta setur óneitanlega pressu á Simma.........


Talking about appetisers are we...... Posted by Hello

Daður......

Ég var svolítið undrandi og efins þegar ég heyrði eitthvern tímann Helgu Brögu, að mig minnir, tala um hvað daður væri yndislegt. Þetta væri kryddið í tilverunni hjá flestum.
Ok, ég er búin að vera að spá svolítið í þessu og ég held að það sé nokkuð til í þessu. Það er einhvernveginn að alltaf þegar maður er að daðra, og þá er ég bara að tala um svona saklaust daður sem eflaust leiðir ekki til neins, þá fer manni alltaf að líða svolítið vel. Það gildir reyndar einnig ef það er verið að daðra við mann sjálfan að þá eru nú fáir sem væru, "oh, fokk. Ég vildi að hún færi nú að hætta þessu."
Þar sem við erum svo heppinn að vera í samfélagi þar sem maður verður ekki kærður fyrir kynferðislega áreitni, eins og hjá ónefndri "vinaþjóð" okkar, ef maður brosir til einstaklings. Hrósar eylítið og svona bara veiklega gefur til kynna manni finnist hinn einstaklingurinn vera skemmtilegur eða spennandi. Þá finnst mér að eigum við að vera miklu virkari í því að daðra svolítið við hvort annað, það lífgar undantekningalaust upp á daginn hjá báðum aðilum og það getur nú varla verið slæmt.....

Tek því undir með Helgu Brögu, eða hver sem þetta nú var.....


"This mushyness was brought to you by Clenex, the softer tissue"

Power rankings.

Þá er fyrsti power rankings listinn fyrir næsta tímabil mættur í hús. Það er hr. Marc Stein hjá ESPN.com sem sér um þessa skemmtilegu styrkleika lista. Í fyrstu umferð þá verð ég nú að viðurkenna að liðinu hans Digg er nú spáð aðeins betri árángri en mínu en það á samt allt eftir að koma betur i ljós.......you wait and see my friend.

Hér er allavega listinn í heild sinni:
http://sports.espn.go.com/nba/powerranking?season=2005&week=-1

Monday, October 04, 2004


Herna er thetta typical computer nerd hideout. Vonandi finnur logreglann thennann ekki...... Posted by Hello

Sunday, October 03, 2004

Stjörnufréttir.

Það eru góð tíðindi, eða svona allavega ágæt, sem berast úr garðabænum þessa stundina. Þar voru spilaðir tveir leikir um helgina og unnust þar tveir góðir sigrar þrátt fyrir mjög misgóða spilamennsku.

Á laugardag þá mættu stjörnumenn liði ÍS sem aðeins mættu til leiks með 5 menn. Menn voru í mis góðu ásigkomulagi og það sást í byrjun. Þegar vel var liðið á 2 leikhluta og ÍS menn búnir að hitta úr öllu sem þeir hentu upp í hlutanum þá var staðan orðin 15-39 fyrir ÍS. Stjörnumenn tóku sig saman í andlitinu í seinni hálfleik og unnu upp þetta forskot fljótlega. Í lok leiks þá var jafnt, 71-71, og þurfti að framlengja. Stjarnan, sem nú var kominn í gír, rúlluðu upp framlengingunni og endaði leikurinn 81-73.

Á sunnudeginum voru það leikmenn ÍA sem mættu í garðabæinn. Þann daginn mættu stjörnumenn tilbúnir til leiks og sáu leikmenn ÍA aldrei til sólar. Eftir fyrsta leikhluta var stjarnan búin að stela 14 boltum og komnir í 31-12. Leikurinn eftir það var bara formsatriði og virtist sem stjörnumenn hafi ekki verið að nenna að spila afganginn af leiknum. Lokatölur, 85-66.

Svo byrjar tímabilið næstu helgi með leik á móti Þór Þorlákshöfn sem á að vera eitt af toppliðunum í deildinni ásamt stjörnumönnum og eru því allir hvattir til þess að mæta og hvetja. Föstudagur kl 19.15.

Quote dagsins.

"She broke my heart.......so I broke her jaw"

Þá er spurningin, er einhver sem man hver það var sem sagði þetta. Þetta er karakter í kvikmynd þannig að það er nafnið á karakternum sem er verið að leita að ásamt öðrum fróðleiksmolum sem einhver gæti lumað á.