Wednesday, September 22, 2004

Ljóð, nánast...

Þetta aðgerðaleysi er að fara með mig. Ég er að finna fyrir rótleysi mínu á þessu tilverustigi og hvernig það heltekur mig og dregur í pytti þunglyndis. Í lífinu á að felast meira. Einhver tilgangur, einhverjar langanir sem ná fram í manni þor til þess að gera hlutina betur. Vera betri við náungann. Standa sig gagnvært fólkinu sem treystir á mann. Þetta er allt leikur sem ég er hættur að hafa gaman af, en í þessum leik eru engar innáskiptingar og því er maður látinn kveljast í eigin eymd þar til að á einhvern óútskýranlegan allt eigi að blómstra. Allt að virðast vera í svo réttri mynd að maður myndi ekki vilja hafa það á neinn annann hátt. Er þetta þá kannski ekki hlutur sem gerist fyrir alla? Er ég einn af þeim útvöldu sem fá ekki að finna fyrir þörf hjá sér á öðrum og þörf hjá öðrum að hafa mig að? Ég ligg á barmi tilfinningalegs gjaldþrots. Tilfinningar sem ég hef aldrei heiminum sýnt eru nú næringarlausar og uppþornaðar.

Ég er dauður að innann.

Ég sá hana og allt birti til...............................

Vona bara að hún vakni ekki er ég læðist út..............

0 Comments:

Post a Comment

<< Home