Friday, September 17, 2004

Vinnustaðadagbók.

Bara svona til þess að sýna öllum mínum stórskemmtilegu lesendum hvað er alltaf gaman í vinnunni hjá mér hef ég ákveðið að taka saman smá dagbók. Það er ekkert venjulegt starf að vera "Lifeguard" og því kominn tími á að uppljóstra helstu leyndardómum þessa starfsgreinar.

7:02,
Mætti til vinnu tveim mínutum of seint alveg grútsyfjaður. Ekki búin að sofa nóg seinustu nætur og hef næga uppsafnaða þreytu fyrir þrjá menn. Tók öryggiskerfið af húsinu og kveikti öll ljós. Ryksugunni er hent í lauginni og látinn dúsa þar meðan ég held í útiklefanna til þess að spúla og hreinsa.

7:21,
Búin að hreinsa útiklefanna og fer að fylgjast með ryksugunni. Með fjarstýringunni stýri ég henni svo á helstu sandblettina á botninum.

7:51,
Búin að gera sundlaugina og umhverfi hennar vistvæna fyrir væntanlega gesti. Fer inn og fæ mér skyr og djúsglas, hollustan í fyrirrúmi.

8:00,
Laugin opnar. Fastagestir eru búnir að hanga fyrir utan að bíða í um 5 mínutur. Viktor er ekki enn mættur og verður sennilega einnar til tveimur mínutum of seinn líkt og ég var. Ég fer og tylli mér í turninum til þess að fylgjast með sundlaugargestum við iðju sína. 4 gestir mættir. Sú fyrsta var kominn ofaní 08:01:21, nákvæmlega. Ég vildi að ég væri svona fljótur að afklæðast.

8:20,
Viktor er mættur og kíkir út í turn til mín. Hressleikinn skín af andliti stráksins. Fyrstu samræður dagsins áttu sér stað:
Viktor: "Blessaður"
Ég: "Daginn, ég er farinn inn að mæla og fá mér tebolla" ég
Viktor: "Ok"

8:21,
Ég labba af stað inn til þess að mæla.

8:30,
Ég er búin að mæla allt og skrái niður niðurstöður mínar.
Ph stig sundlaugar: 7,08
Sýrustig sundlaugar: 1,58
Sýrustig heitupotta: 0,98 og 0,71
Hitastig úti er 13´c.
Ég held áleiðis á klósettið til þess að gera númer tvö. Maginn eitthvað búin að vera að pirra mig.

9:07,
Ég er kominn aftur út í turn og fæ mér X orkuna sem ég var að kaupa mér. Tíu manns komnir í laugina. Mr Brightside með the Killers á x-inu, snilld.

9: 38,
Ég fylgist með gestum synda.

10:17,
Ég fylgist með gestum synda.

10:43,
Ég fylgist enn grannt með öllum sundmönnunum.....

10:51,
ÉG KVEIKI Á SVEPPINUM!!!!!!!! JÍHAAAA!!!!!! góðar stundir.

11:01,
Viktor er mættur út í turn aftur og ég á í einhverju veseni með wordið í tölvunni minni. Hópur af hálfvitum kæddir sem indjánar og kúrekar labba framhjá sundlauginni. Ég er frekar pirraður akkúrat núna. Ég blóta ónefndum einstaklingum innann þessa hóps í hljóði. Stundum vildi ég að ég væri meiri svona grudge persóna, kemur vonandi bráðum. Hópurinn heldur í golf á fótboltavellinum meðan ég held áfram að blóta inní huga mér. Ekki miskilja mig, ég er mjög ánægður að hafa verið þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna meðan allt hitt fjörið er í gangi.........í alvöru............ég er ekkert að grínast..........I have no life.
Laugin farinn að fyllast af fólki. Ég ákveð að hlaupa inn að pissa meðan Viktor er úti til þess að leysa mig af.

11:35,
Ég er orðinn svangur!!

11:43,
Úúú.....úú....úú....Megalomaniac með Incubus í útvarpinu. Ég halla mér aftur í stólinn. Ég er ennþá svangur .

12:03,
Orðin mjög svangur og argur og virkilega farinn að velta því fyrir mér hvar Viktor er. Hann getur ekki verið svona lengi að borða (Sjáið til, ég kemst ekki í mat fyrr en hann er búin að borða og kominn út að leysa mig af).
Stjáni 3000 kominn á X-ið þannig að ég skipti á fm. Ekkert þar þannig að ég svitsa á rás 2 og svo áfram á bylgjuna..........fréttir.

Einhver kelling að kveikju í einhverjum húsum í einhverjum bæ útá landi.........fullt af fólki að éta fisk á Dalvík.....ég er svangur.........eitthvað um sáá. Ég er of svangur ti þess að fylgjast með.

12:14,
Viktor er ekki enn kominn og ég er vægast sagt orðinn æstur. Maðurinn getur ekki verið svona lengi að borða!!!! Svo ætlaði ég að vera aðeins með á körfuboltaæfingunni sem byrjaði klukkan tólf. Vesen fer ekki vel með hungri.

12:16,
Reiðin magnast....

12:18,
REIÐIN MAGNAST!!!!!!!!

12:20,
ÉG ER AÐ FARA AÐ MISSA VITIÐ. ERU MENN AÐ SPAUGA. ER ÞETTA EITTHVAÐ GRÍN. ÉG ER SVANGUR OG PIRR......ok, hann er mættur. ég fer að borða.

13:09,
Búin að borða og líður orðið mun betur. Ég fór líka aðeins í salinn þar sem var æfing og hljóp með í um 20 mínutur til þess að hressa mann aðeins við. Viti menn, það reif úr manni alla syfju og þreytu. Tilbúin fyrir restina af fjörinu sem fylgir Laugardegi í lauginni.

13:15,
Kveikt á sveppnum. Krakkarnir ærast. Ég er hetja.

13:21,
Krakkafjandarnir farnir að hanga á línunni. Ég labba út og öskra á þau. Beyoncé syngur bakraddir fyrir mig.
Á fótboltavellinum eru einhverjir farnir að hita upp í gulum búningum. Hlýtur að vera leikur á eftir. Ennþá meira Laugardagsfjör.

13:44,
Það er ekkert markvert að gerast þannig að ég slekk á sveppnum. Ég er þó enn langt frá því að vera að fara að leiðast......eða eitthvað.

14:11,
Núna er nákvæmlega enginn að synda í lauginni. ENGINN. Það eru einhverjir fimm krakkar að leika sér í barnalauginni þannig að ég kveiki á sveppnum, hetjann enn að verki. Svo eru þrjár manneskjur í pottinum. Svona stemningu finnuru ekki annarsstaðar.

14:25,
Það er ekkert að gerast þannig að ég ákvað að segja ykkur frá því að ég fór á hárið í gær. Flott show. Topp stemning.

15:09,
Okkur Viktori leiðist, og þar sem enginn er að synda horfum við á Saturday night live sketch með Will Ferrel. Gott stuff. Eftirfarandi samræður áttu sér stað.
Ég: "Þetta er fyndið stuff maður"
Viktor: "hahahahaha......j....hahahahaha...á!
Ég: "Ferrelinn we snillingur"
Viktor: "hahahahahahahahahahahahahahahahahaha......."

15:30,
Eitthvað lið komið að synda þannig að ég set Viktor í að fylgjast með því meðan ég fer að mæla.

15:55,
Fékk mér að borða í leiðinni og ég var að mæla og gleymdi þá blaðinu með öllum mælingunum inni. Ég er snillingur (eins og góður félagi minn gerir oft þá ætla ég ekki að fara að viðurkenna að ég sé idiot.......you heard me).

16:10,
Ég hringi inn til þess að biðja Viktor að koma út með blaðið með mælingunum á með sér út þegar hann kíkir út næst. Hann er ekki við þannig að ég skil eftir skilaboð.
Það eru krakkar komnir að leika sér þannig að enn einu sinni kveiki ég á sveppinum. Í þetta skipti panickar einn lítill krakkinn og fer að gráta og öskra til skiptis. Ég fæ deathstare frá mömmu hans..........það er allt í lagi fyrir sundlaugavörð að fela sig undir borði........er það ekki........gleymum því.

16:15,
Rétt í þessu sá ég mann vera svamla eitthvað í lauginni og falla svo í yfirlið og sökkva til botns. Ég stekk út úr turninum og ofaní laugina. Fer samt rólega ofaní því ef hann er með hryggjarskaða þá má ekki gera of miklar gárur (maður kann þetta allt). Ég set hann í hryggjarlás og kem honum upp á bakka. Ég lít eftir öndun, hæun virðist ekki vera. Hann er með púls og rétt þegar ég ætla að fara að gera mouth to mouth þá byrjar að að hósta vatni uppúr sér og anda aftur. Hann tekur smá tíma að komast til meðvitundar og skilur ekki hvar hann er eða hvað var að gerast. Ég útskýri allt fyrir honum, honum spyr hvort ég hafi virkilega ætlað að kyssa hann. Fólkið sem var farið að myndast í kring horfir skringilega á mig. Ég útskýri að ég hafi ætlað að blása í hann lofti og fólkið andvarpar í létti. Ég, hetjan, labba aftur uppí turn og fæ mér sæti við lófaklapp viðstaddra.

16:18,
Ég viðurkenni fyrir sjálfum mér að síðasta færsla hafi verið uppspuni að öllu leiti og blóta mér fyrir að hafa þá ekki allavega látið drukknandi manneskjuna vera einhverja fræga leikkonu eða eitthvað slíkt, þá hefði ég allavega verið þekkt hetja. (I will now peel the skin of my body)..............(ég veit, ég veit)

16:25,
Fyrsti útlendingur dagsins lítur dagsins ljós. Það er austurlensk kona einhver. Hún er ein í lauginni að synda núna. Í allt sumar þá hef ég aldrei séð neinn svartan koma í sund hérna. Nánast allir aðrir kynþættir en enginn svartur. Það hlýtur að koma að því.......Bernie Mac sagði reyndar að svart fólk kynni ekki að synda en hvað veit hann??

16:40,
Strákarnir sem fóru í óvissuferðina (indjána og kúreka dæmið) skildu eftir bílana sína hjá fótboltavellinum og fóru með rútu. Af einskærri illsku er ég mikið að spá í að fara hleypa lofti úr dekkjunum á bílunum. Arrg....ég ætlaði ekki að pirra mig á þessu.............fokk it, ég er farinn að hleypa úr dekkjunum. (Ég veit að ég er ekki sá frumlegasti með hrekki en hvað það, þetta virkar fyrir mig.)

Þetta var leikþátturinn biturleiki dagsins eftir óþekktan höfund.......snúum okkur aftur að fjörinu..........Karl Ágúst úr spaugstofunni var að koma í sund. Hehe. Hann labbar svona um bendandi á alla "blessaður" og blikkar svo í leiðinni. Hrikalega töff gæji. Hann fer svo að synda með dóttir sína á bakinu.

17:00,
Bara klukkutími eftir.....best að reyna að njóta hans sem mest....fá sem allra mest út úr deginum.

17:07,
Hannes og Hjölli koma í sund. Ætli allir strákarnir úr óvissuferðinni séu á leiðinni ofaní eða slepptu þeir því bara að fara með?

17:12,
Þarna koma tveir í viðbót úr óvissuferðinni ofaní. Þetta er alveg til að gera mig brjálaðan.....Þetta kallar maður að strá salti í sárin. ÞEIR KOMA ALLIR Í FOKKING SUND......GUÐ, ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI BENT ÞEIM Á BÍLINN NÚNA.

17:15,
Doddi og Þoggi komandi hlæjandi og skella sér ofaní......I am about to combust into flames........hvar er sniper rifill þegar þú þarft á honum að halda?? Ég ætti kannski að fara að reka þá uppúr fyrir að vera fullir í sundi!!

17:25,
Þeir eru allir komnir í pottinn og ég er að spá í að fara og spúla þá alla með ísköldu vatni.......ég vildi að ég gæti snöggkælt pottinn núna.

17:35,
Fíbblin eru farinn að hlaupa um naktir. Fara naktir uppúr og einn hring um pottinn..........Þótt ég sé pirraður þá skal ég viðurkenna að þetta er svolítið fyndið uppá að horfa. (hvar er myndavélin þegar maður þarf á henni að halda?)

17:45,
Allir starfsmenn komnir út og fólk farið að kvarta undan þeim og hvað ég geri lítið í því að skikka þá til. Þeim hefur þá hér með tekist að endanlega eyðileggja fyrir manni skapinu. Fyndið hvað blygðunarkenndin er mikil hjá þessu fólki sem er hérna ofaní. Þótt þeir hafi verið að pirra mig hefur ekki verið svo mikið um læti, smá nekt og reyndar einhver drykkja í pottinum. Allavega, þeir eru þá allir komnir uppúr núna.

17:50,
Smelli David Gray í tækið og chilla aðeins. Fer að líða að því að ég þurfi að fara út að þrífa aftur. Gott að hlusta á mr. Gray til þess að koma manni í gírinn aftur.

18:00,
Laugin er lokuð og ég fer og rek einhverja útlendinga uppúr sem voru ekki nógu gáfaðir til þess að lesa skiltið með opnunartímanum á frammi í anddyri. Sápan er dreginn fram á ég sprauta alla gufuna og ganginn sem liggur inn að klefa. Megafjör.

18:34,
Búin að sápa og komið að því að bakskola pottana og svona. Og fyrir ykkur sem vitið ekki hvað það er þá er það bara your loss, nenni ekki að útskýra.

19:12,
Vaktin mín búin og ég fer og stimpla mig út. Frammi í anddyri hringi ég í strákana og heyri hvernig staðan er á þeim. Það var eins og ég bjóst við, dagurinn búin að vera hundleiðinlegur, allir drukknir og ekkert gaman. Af einskærri góðvild ákveð ég að kíkja til þeirra þó ekki nema bara til þess að hressa þá aðeins við. Það geta jú ekki allir verið svo heppnir að fá að hanga á 12 tíma vakt á Laugardegi.........I´m a lucky guy.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home