Thursday, September 30, 2004

Mafía Íslands.

Mikið hló ég nú mikið yfir fréttaflutningi liðna daga á þessu svokallaða deilis máli. Það er svo gaman að sjá lögregluna vera "all giddy" yfir einhverju sem þeir vita eiginlega ekki alveg hvað er. Þegar maður sér viðtal við þessa gæja þá eru þeir svo ánægðir að ég bjóst fyrst við að það væri verið að tilkynna að Osama Bin Laden hefði fundist við húsleit í Reykjavík.
Í morgunblaðinu í morgun var t.d. alveg kostuleg grein og hin skemmtilegasta lesning. Þar segja þeir frá því þegar þeir réðust inn á heimili 12 ungra stráka er yfirleitt ganga undir nafninu "nördar". Þeir segja einnig frá því að þeir hefðu helst vilja gera húsleit og taka til yfirheyrslu um hundrað manns til viðbótar, það hafi bara ekki verið nægur mannskapur hjá lögreglunni í rvk. Ég hefði nú brosað örlítið við þá sjón að sjá 400 lögreglumenn, eins og talað er um, brunandi um allann bæ. Berjandi niður hurðir og hlaupa á eftir mönnum sem gera lítið annað en að sitja fyrir framan tölvuskjá og borða pizzu. Ef það þarf 4 lögregluþjóna á hvern slíkan þá segir það kannski meira um ástand lögregluliðs okkar en margt annað.
Í stað þess var ákveðið að leita bara á heimilum 12 manns sem tilheyra "grúppunni" Ásgarður (eða Mafíu Íslands). Í undirheimum er sagt að þessi grúppa gangi undir nafninu "hubbinn sem er ekki til". Uhhh, það var allavega ekki erfitt fyrir 10 ára bróðir minn að komast að því að hann væri til, og reyndar frekar auðveldur notkunar. En þar gæti mér skjátlast því lögreglan í rvk náði greinilega ekki að skrá sig á hubbinn. Þeir voru búnir að fá einn notendann til þess að lána þeim notendanafn sitt og gátu því fylgst með starfsaðferðum þessarra manna svo mánuðum skipti. Uhhhhh, hver maður sem hefur notað dc++ veit nú alveg hversu heimskulega þetta hljómar allt saman.
Það voru svo tveir sem þurftu að sofa fangageymslur og farið hafði verið fram á legra gæsluvarðhalds yfir þeim en það ekki gengið vegna samstarfsvilja drengjanna. Svona gaurar sem hafa ekki séð ljós í 5 mánuði fá allt í einu beint slíku beint í andlitið.......ahhh...ahh....the torture...I´ll co-operate!!!! 19 ára gamall tappi.
Svo er á endanum minnst á það að það hafi verið erfitt að afla frekari sönnunargagna því það hafi borist eins og eldur um sinu (meðal hinna meðlima mafíunnar) að lögreglan væri kominn á snóðir um málið og meðlimir hvattir til þess að eyða út öllum gögnum sem gætu saknæmt þá. Jæja, ég hef allavega ekki fengið slík skilaboð og hef engann hug á að eyða mínum harðadisk, sem nú inniheldur um 50gíg á tónlist, á neinn hátt.

Ég kveð að sinni, ég er farinn að gefa mig fram við lögreglu.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home