Wednesday, September 22, 2004

Leiðinlegi titillinn.

Núna er leitinn af himnaríki víst orðin að þriggja manna ferð en ekki tveggja eins og upprunalega var planið. Þetta lífgar óneitanlega uppá þetta og eru nokkur eld í járninum. Spurning hvort það verði þá einum gestapenna gefinn smá prufutími hérna til þess að sjá hvernig hann höndlar þetta.

Fór svo á Wicker Park í bíó um helgina. Var búin að vera í slæmu skapi þann dag, eins og reyndar marga undanfarna daga, og var ekki að búast við miklu. Það er færir mér mikla gleði að fá að tilkynna ykkur það að þessi mynd kom mér svona skemmtilega á óvart. Mér finnst hún frábærlega tekin og ágætlega leikinn og margar skemmtilegar pælingar í mannlegum tilfinningum, þótt handritið hafi óneitanlega sínar gloppur. Þetta bjargaði fyrir mér helginni og ég fór því glaður undir sæng það kvöld.

Svo er leikur hjá Stjörnunni á morgun á móti Breiðablik. Klukkan 8 að Ásgarði og eru allir beðnir um að halda sig fjarri. Úrslit verða sett inn hérna að leik loknum.

P.S. Svo er einhver feimni í meirihlutanum því hann hefur ekki enn neitt látið í sér heyra og þurfum við því áfram bara að bíða spennt. Jafnvel vera dugleg að kommenta á fjarveru hans...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home