Óður til lesenda.
Þar sem við erum komnir með svona "stóran" og skemmtilegan hóp lesenda hef ég ákveðið að skrifa hér inn smásögu sem birtist í nokkrum hlutum þar sem lesendur okkar eru í aðalhlutverki. Ef einhver sem er að lesa hefur ekki verið nefndur og er ósáttur þá er bara að kommenta, þá er aldrei að vita nema viðkomandi verði bætt inn. Og auðvitað óskir um plott og annað slíkt. So without further ado........part 1.Mig verkjaði í kjálkann þegar ég vaknaði. Ég reyndi að rísa upp í setustöðu. Hausverkurinn fór fljótlega að láta á sér bera.Ég hennti mér aftur á koddann og tók um kjálkann. Hrikalega var þetta vont.
"Er þér ennþá illt í kjálkanum." heyrðist allt í einu frá hinni hlið rúmsins.
Mér brá og ég leit hann snögglega við. Þarna lá einhver dökkhærð stelpa. Ég reyndi snögglega að koma öllu heim og saman en allt kom fyrir ekki.
"Ég heiti Heiður ef það er það sem þú ert að reyna að muna." sagði stelpan þegar hún sá hvað ég varð allur vandræðalegur.
"Það er ekki það. Ég er bara að drepast á kjákanum og svo held ég að ég sé að fá alveg hrikalega þynnku." Laug ég.
Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var. Hvað í fjandanum er eiginlega í gangi hérna.
Gærkvöldið hafði allavega byrjað eins og hvað annað Laugardagskvöld. Við Simmi höfðum farið á Grillhúsið að fá okkur Nautalokur og nokkra kalda yfir landsleiknum gegn svíum. Eftir skemmtilegan 3-1 sigur þá vorum við í soddan kæti að við sáum engann tilgang í því að vera að minnka á fjörinu.
Við rölltum yfir á Apótekið til þess að fá okkar nokkra í viðbót og ræða aðeins leikinn við Tóta barþjón. Hann er jú orðinn landsþekktur sem helsti consultantinn hjá Loga og Ásgeiri í gegnum þessar blessuðu Landsbankaauglýsingar. Íslenski draumurinn í öllu sínu veldi.
Eftir góða dvöl þar minnti mig endilega að við Simmi hefðum verið farnir að ræða við einhverjar stúlkur er hétu Andrea og Snæfríður. Eitthvað fór mig líka að ráma í dauða ketti þótt ég hafi illa áttað mig á samhenginu við gærkveldið í því.
“Mig grunaði nú að minnið yrði hjá þér gloppót þannig að þú þarft ekkert að vera að ljúga að mér.”
“Ég er ekkert að ljúga. Ég man bara ekki alveg hvar við hittumst” Hélt ég blákaldur áfram.
“Ég og Elín hittum þig, Simma og Snæfríði á Bianco í gær.”
Bianco. Bróðir hennar Andreu var víst að vinna á kokkteilbarnum Bianco og bauð hún okkur strákunum að koma með þeim stelpunum að þiggja nokkar góðar veigar þar með þeim. Simmi var orðinn eitthvað heitur fyrir henni Snæfríði og þjarmaði hart að mér að játast boðinu.
Við settumst við við gluggana fjærst klósettunum. Bianco var svona þessi klassíski lounge bar. Stórir sófar, ilmandi kerti og dýrt Viskí var aðalinn. Simmi var ekki mikið fyrir allar þessar sterkari útgáfur af áfengi og fékk sér því bara bjór. Það var svo strawberry daiquiry fyrir stelpurnar og Gin & Tonik fyrir mig.
Ég rembdist og rembdist en ekkert birti til. “Þú fyrirgefur, en ég er bara ekkert að kveikja neitt. Ég rétt mundi eftir að hafa komið á Bianco núna þegar þú sagðir mér frá því að hafa hitt mig þar.”
“Vertu bara ánægður. Ég vildi óska að ég myndi ekki neitt,” sagði Heiður.
“Það getur nú varla hafa verið svo slæmt. Ég hef nú hingað til alltaf getað performað þótt ég hafi verið drukkinn.”
“Og það klikkaði heldur ekkert í gær. Ég er ekkert að tala um það.”
Mér var farið að verða virkilega illt í hausnum.
Framhald síðar......
0 Comments:
Post a Comment
<< Home