Tuesday, October 05, 2004

Daður......

Ég var svolítið undrandi og efins þegar ég heyrði eitthvern tímann Helgu Brögu, að mig minnir, tala um hvað daður væri yndislegt. Þetta væri kryddið í tilverunni hjá flestum.
Ok, ég er búin að vera að spá svolítið í þessu og ég held að það sé nokkuð til í þessu. Það er einhvernveginn að alltaf þegar maður er að daðra, og þá er ég bara að tala um svona saklaust daður sem eflaust leiðir ekki til neins, þá fer manni alltaf að líða svolítið vel. Það gildir reyndar einnig ef það er verið að daðra við mann sjálfan að þá eru nú fáir sem væru, "oh, fokk. Ég vildi að hún færi nú að hætta þessu."
Þar sem við erum svo heppinn að vera í samfélagi þar sem maður verður ekki kærður fyrir kynferðislega áreitni, eins og hjá ónefndri "vinaþjóð" okkar, ef maður brosir til einstaklings. Hrósar eylítið og svona bara veiklega gefur til kynna manni finnist hinn einstaklingurinn vera skemmtilegur eða spennandi. Þá finnst mér að eigum við að vera miklu virkari í því að daðra svolítið við hvort annað, það lífgar undantekningalaust upp á daginn hjá báðum aðilum og það getur nú varla verið slæmt.....

Tek því undir með Helgu Brögu, eða hver sem þetta nú var.....


"This mushyness was brought to you by Clenex, the softer tissue"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home