Stjörnufréttir.
Það eru góð tíðindi, eða svona allavega ágæt, sem berast úr garðabænum þessa stundina. Þar voru spilaðir tveir leikir um helgina og unnust þar tveir góðir sigrar þrátt fyrir mjög misgóða spilamennsku.Á laugardag þá mættu stjörnumenn liði ÍS sem aðeins mættu til leiks með 5 menn. Menn voru í mis góðu ásigkomulagi og það sást í byrjun. Þegar vel var liðið á 2 leikhluta og ÍS menn búnir að hitta úr öllu sem þeir hentu upp í hlutanum þá var staðan orðin 15-39 fyrir ÍS. Stjörnumenn tóku sig saman í andlitinu í seinni hálfleik og unnu upp þetta forskot fljótlega. Í lok leiks þá var jafnt, 71-71, og þurfti að framlengja. Stjarnan, sem nú var kominn í gír, rúlluðu upp framlengingunni og endaði leikurinn 81-73.
Á sunnudeginum voru það leikmenn ÍA sem mættu í garðabæinn. Þann daginn mættu stjörnumenn tilbúnir til leiks og sáu leikmenn ÍA aldrei til sólar. Eftir fyrsta leikhluta var stjarnan búin að stela 14 boltum og komnir í 31-12. Leikurinn eftir það var bara formsatriði og virtist sem stjörnumenn hafi ekki verið að nenna að spila afganginn af leiknum. Lokatölur, 85-66.
Svo byrjar tímabilið næstu helgi með leik á móti Þór Þorlákshöfn sem á að vera eitt af toppliðunum í deildinni ásamt stjörnumönnum og eru því allir hvattir til þess að mæta og hvetja. Föstudagur kl 19.15.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home