"When nothing else matters"
Ég var rétt í þessu að lesa með skemmtilegri lesningum sem ég hef átt í töluverðan tíma. Þetta er grein, eða réttara sagt einn kafli úr bók, um Michael Jordan og síðastu endurkomu hans í körfuboltann.Þarna er svolítið hægt að lesa inní hvað þessir karlar eru með hrikalegt egó og ekkert mannlegt afl á jörðu getur sagt þeim annað. Mér finnst fyndið hvað Kobe var einmitt gagnrýndur mikið fyrir að geta ekki spilað með Shaq þar sem ég er alveg viss um að ef Jordan og Shaq hefðu verið liðsmenn hefði nákvæmlega hið sama verið uppá teningnum. Þetta eru allt menn sem trúa því að þeir geti allt, hafi alltaf rétt fyrir sér og enginn geti sagt þeim annað. Þegar saman eru tveir þannig einstaklingar sem hafa svo ofan á allt mismunandi skoðanir þá er auðvitað ekki von á öðru en að mönnum lendi saman. Pippen var alveg jafn þreyttur á Jordan og shaq var á kobe, Pippen var bara ekki nógu mikil stjarna til þess að geta haft eitthvað að segja um það. Það fyrsta sem hann sagði þegar Jordan hætti var að það yrði nú ánægjulegt að vinna einn titil á þess að hafa Jordan með...
Í greininni er fjallað um það hvernig hann stjórnaði öllu hjá Wizards og dró að endanum alla þar niður í svaðið með sér þegar hann svo ekki réð við aðstæður lengur. Mæli með að kíkja á þetta:
http://sports.espn.go.com/espn/page2/story?page=books/excerpt/nothingelse1
0 Comments:
Post a Comment
<< Home