USA kosningar
Þá hefur það endanlega sýnt sig að kanarnir eru búnir að missa sig. Maður sem kæmist ekki í ræðuliðið á leikskólanum hjá litlu frænku minni hérna neðar í götunni hefur tekist að sannfæra þessa rednecks um að hann sé maðurinn í valdamesta stól í heiminum á dag. Ekki það að ég hafi sérstakar hugmyndir um Kerry, ég myndi bara ekki treysta Bush fyrir óhreinum þvottinum mínum, hvað þá hreinum.Þetta hefði reyndar ekki getað staðið tæpara þarna úti, og í raun gæti Kerry ennþá unnið. Svo lítill er munurinn. Spekingar eru samt sammála um að Þetta sé komið hjá kallinum. Hann er 4 stigum yfir með 26 sek eftir í fjórða leikhluta, ævintýrin geta gerst en það er farið að verða ólíklegt.
Staðan er nefnilega þannig að Í ríkinu Ohio, sem er Florida ársins 2004, er Bush með 51% á móti 49% Kerrys þegar bara á eftir að telja utankjörstaðar atkvæðin.
I´m speechless.....
0 Comments:
Post a Comment
<< Home