Áfengisleysi er enn til
Jæja komiði sæl og blessuð þið öll þarna úti,ég hef komist að því að edrú helgar eru enn til. Eða að minnsta kosti komst ég að því nú um líðandi helgi. Þannig er mál með vexti að ekkert var djammað þessa helgi sökum vinnu. Ég, Maggster og Twin-B vorum beðnir um að vinna bæði laugardags- og föstudagskvöld við niðurtekt á árshátíðum bæði kvöldin, á fös. upp í Egilshöll og í nótt á Ásvöllum. Við vorum sem sagt að vinna fyrir hljóðkerfaleigu og vorum að pakka saman græjunum. Sjiiiiiiiiiiiiiiiitt, þessir gaurar fá þvílíkt hrós sem eru í þessum bransa(eins og t.d.Magnús Helgi fyrrum Exton maður, eðalnáungi), spáiði í því að vinnutími þeirra allar helgar eru svona: setja upp kerfi jafnvel á fimmtudagsnótt og föstudeginum, svo er eitthvað gigg um kvöldið og um leið og það er búið, þá eru þeir mættir að rífa níður, ferma bílinn og fara með stútfullan vörubíl af hátölurum og drasli á einhvern annan stað. Þegar hér er komið við sögu er klukkan kannski 7 á lau.dagsmorgni. Svo eyða þeir öllum laugardeginum í að setja upp kerfið, gigg um kvöldið og búmm, þeir mættir að rífa niður kl.3 á aðfararnótt sunnudags. Og ef það er enn gigg á sunnudegi, eins og Placido Domingo í kvöld, þá fer allur sunnudagurinn í þetta og sunnudagsnóttin líka.
God damn, ef ég væri kona einhvers manns í þessum bransa væri ég orðin madly insane og búin að fá mér eitthvað viðhald. Eða þið vitið...
Já þannig er það að við 3 þarna, sömu og ég nefndi hér að ofan, lentum svo aftur upp í Egilshöll í nótt við að setja upp drapperingar fyrir þessa Domingo tónleika(ætla nú ekki að dissa kallinn, geri það ekki vegna ömmu minnar sem hreinlega dýrkar kallinn), og viti menn við vorum að klára kl.13:30 í dag. Já höfðum unnið frá 3 um nótt til hádegisins við að hengja upp einhver god damn fuckin tjöld. Þetta var svo leiðinlegt, aaaaaaaaaaaaaaaa, en þegar mar hugsar svo um peninginn, þá reddast þetta. Enda ég einn sá fátækasti í bransanum í dag:)
Já nú er að koma kvöldmatur og ég er sem sagtt búinn að vera vakandi í ca.30 tíma núna, yeeeeeeaaaaaaaahhhhhhhhhh:)
Á föstudaginn allavega, þá vorum ég og Oddur félagi minn, sem ég var að vinna með í BT back in the days, að spila á árshátíð sálfræðinnar í HÍ, ég að spila á gítar og hann að syngja. Kallinn hann Oddur er djöfull góður strákurinn, stóð sig vel á vocals. Það var reyndar dáldið panic þar sem ég hélt að þessi árshátíð væri á laugardeginum og ég því mættur Í Lindina til að sjá hana Hildi Völu become the Idol star of Iceland, neinei þá hringir síminn 10 mínútum fyrir útsendingu:
Ég: "halló?"
Guðfinna(skipuleggjandi árshátíðar):"Átt þú ekki að vera mættur í fordrykk?"
Ég"Nei ekki fyrr en á morgun hehehe!"
Guðfinna:"Árshátíðin er í kvöld sko!"
Ég"Herðu við erum á leiðinni!" Símtali lýkur.
Ég:"FOKKFOKKFOKKFOKK!!!" og síðan laumast ég útúr Lindinni eftir að hafa verið á fremsta bekk (hehehe) og ég bókstaflega flaug niður á Hótel Sögu með viðkomu hjá Oddi. En allavega giggið okkar heppnaðist ágætlega miðað við undirbúning, þar sem við ætluðum að renna í gegnum programið okkar 2 tímum fyrir gigg yfir einum léttum öllara, þá fór það plan til helvítis og við þurftum bara að spila með því sem við höfðum. En allavega, Guðfinna: sorrý að þessi misskilningur kom upp, þetta var drullugaman, og þar sem við erum nú vinir, þá reddaðist þetta hehe og Oddur: Það var heiður að spila með þér, það væri gaman að gera eitthvað svona aftur við meiri undirbúning:)
Svo náði ég reyndar að bruna upp í Smáralind aftur til að sjá hana Hildi Völu taka við "the Idol crown":) Mikið ofboðslega stóðu stelpurnar sig vel, váááááááááááááá þær eiga hrós skilið, en Hildur: u rock my world:) Hvernig haldiði gott fólk að það sé að lenda með svona söngkonu í hóp í 32 manna úrslitum? Allavega hjartanlega til hamingju Hildur mín, þú varst perfecto, og Heiða, vááááá þú varst einnig alveg mögnuð, sem fyrr! Þetta var tæpt hjá ykkur og þið báðar sigurvegarar. Það er ekki skömm fyrir my homie nr.1, Davíð Smára, að lenda á eftir svona söngkonum. Djöfull var Dabbi góður í þessarri keppni by the way!
Svo var kveðjupartý hjá henni Drífu í gær, helvíti gaman og fullt af fólki þarna sem maður hittir sjaldan nú orðið:) Margrét Hildur, Halldóra, Hildur Eik, Olga, Bryndís og reyndar Drífa, djöfull var gaman að hitta ykkur aftur, og Pétur, make fun of my humor son of a bitch:) hehe Og svo var ein vinkona hennar Halldóru sem var þarna, man ekki alveg nafnið, en hún var með fallegri dömum sem ég hef séð. Til hamingju með það. Hefði verið til í að vera lengur og tjilla með Pétri og Tomma, en í staðinn fór maður að vinna eins og ég sagði. Drífa, takk fyrir mig og gangi þér sem allra best á Spáni, we'll miss ya girl!
Sem sagt gott fólk, niðurstaða helgarinnar: Ekkert djamm en hins vegar 32000 kr. ríkari. Maður gerir þetta nú ekki oft!!! Sverrir, ég saknaði djammsins, alveg eins og "ég saknaði síðasta sumars, ég söngla okkar seinasta lag,......" okei okei I'm done.
Hvet að lokum ALLA til að fara og sjá Múlan Rús niðri í FG, ein geggjaðasta sýning sem ég hef farið á, hjónakornin Pési og Ingibjörg að fara á kostum sem og Danni dvergur, Jói Gauti (snilld í þessu leikriti), Arnar fóstursonur minn Hilmarsson og bara allir, Hrefna já, show must go on var minn mesti gæasahúðavaldur á sýningunni:) Til Hamingju FG með magnaða sýningu, og djöfull saknaði ég að vera ekki með. Allavega allir að fara á Múlan Rús, núna!!!
People, kjúklingur í matinn, damn hvað ég hlakka til. Einir, out!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
0 Comments:
Post a Comment
<< Home