Thursday, February 24, 2005

All hail the basketball gods

Ég svaf yfir mig í morgun.

Kannski ekki frásögufærandi nema fyrir þær sakir að klukkan 10 þá vaknaði ég við símtal frá Mr. Shore.
"Ertu búinn að sjá treidið?"
Ég nudda stírurnar úr augunum og reyni að mellta hvað ég var að heyra.
"Nei, hvað? Eitthvað spennandi?"
"Ertu ekki búinn að sjá Webber treidið?!!!!"
"Nei! Hvert fór hann?"
"Það er Webber og einhverjar pulsur fyrir Kenny Thomas og einhverja fleiri."
Ég byrja að mellta. Ekki alveg orðinn það vaknaður að ég átti mig á stöðunni. Að lokum kveiki ég. Kenny Thomas er hjá Philly! Hann er með ógeðslegan samning sem ég er búinn að vera að dreyma um að losna við.
"Ertu að grínast! Er webber að koma til philly! Fóru þá einhverjir að ungu gæjunum til Sacto? Korver, Dalembert eða Green?" Þetta var jú eiginlega of gott til að vera satt.
"Nei, ég man ekki alveg hverjir það voru en það voru allavega ekki þeir. Mig minnir að Williamson hafi verið þarna einhversstaðar."
Á þessum tímapunkti er ég orðinn glaðvakandi og adrenalínið á fullu um líkamann. This is close to beeing better then sex...
"Ég er farinn að kíkja á þetta, heyri í þér." Segi ég og skelli.

Já, körfuboltaguðirnir eru sko til og þeir hafa svarað bænum mínum. Chris Webber og Matt Barnes koma til Philly fyrir Kenny Thomas, sem var mest overpaid leikmaður í deildinni, Corliss Williamson og Brian Skinner. Þrír underachievers fyrir bona-fida superstar!

Prufa snöggvast að klípa mig í hendina og hugleiði hvort ég eigi að fara að safna saman vatni fyrir endalok heimsins...ekkert gerist.

Ég þori nú varla að segja það núna til þess að jinxa ekki neitt en hvað ef við losnum svo við samninginn hans Big Dog fyrir eitthvað eins og er mikið í umræðunni. Við erum að tala um contenders gott fólk!!!

Ég sagði það áður við Mr.Shore og segi það enn...

"Sá hlær best er síðast hlær....og þá væntanlega að Miami, og New York."

Við Simmi sjáumst svo í úrslitunum

0 Comments:

Post a Comment

<< Home