Launamál Íþróttamanna.
Í ýmsum fréttamiðlum þessa dagana er verið að fjalla um hver launahæsti franski íþróttamaðurinn í heiminum er. Eflaust myndi nú mörgum evrópumanninum detta í hug að Það væri Thierry Henry, David Trezeguet eða einhver annar af þeim félugunum sem toppaði þann lista en svo er víst ekki alveg. Það kom nefnilega í ljós þegar listinn var tekin saman að það er enginn annar er Tony nokkur Parker sem toppaði hann, og það með engum litlum yfirburðum. Árslaunin hjá kappanum nema hvorki meira né minna en 8,6 milljónir Evra á ári en sá sem kemur næstur á lista er Zinedine Zidane með 6,4 milljónir, eða um fjorðungi minna.Þetta er svona álíka og þegar bretar tóku saman álíka lista fyrir nokkrum árum þegar Beckham var nýbúin að skrifa undir einhvern rosa samning. Þá kom í ljós að sá sem toppaði það engu að síður var Breti að nafni Evan Eschmayer, eða eitthvað álíka, og hver hefur nú ekki heyrt af miklu frama hans á sviði íþrótta.
Um daginn fórum svo ég og einn félagi minn að skoða launamál hjá enn einum NBA leikmanninum og í þetta skipti var það risinn Shaq hjá Miami Heat sem varð fyrir valinu. Þegar búið var að draga saman laun hans ásamt helstu auglýsinga samningum sem hann hefur þá námu laun hans um það bil 180-200 milljónir Íslenskra króna Á DAG. Hann er svo búin að vera á þessum launum í nokkur ár núna og er í þessu að semja um að framlengja samning sinn í fimm ár til viðbótar.
Eru ekki try outs á næstu dögum...
0 Comments:
Post a Comment
<< Home