Thursday, January 06, 2005

Stjörnufréttir

Þá er komið að því að tímabilið fari að hefjast aftur eftir stutt hlé. Eins og fæstir vita þá tapaði Stjarnan síðustu tveim leikjum sínum fyrir jól og hrundi þar af leiðandi úr ósigruðu toppsæti í hið miður skemmtilega þriðja sæti. Þessu verður að bæta úr og stefna menn þar á bæ að sigra alla leiki þennann síðari helming tímabils.
Bragi Magnússon, þjálfari og leikmaður, er hættur með liðinu og Þorvaldur Henningsson því orðinn einvaldur á þeim bænum. Í stað Braga eru mættir þeir Hilmar Geirsson og Eiríkur Ari Eiríksson frá Bandaríkjunum og þótt ótrúlegt meigi virðast hefur Hilmari vel tekist að fylla upp í þann kílóafjölda sem tapaðist við brotthvarf Braga. Eiríkur er svo góð viðbót við bakvarðahersveitina sem í liðinu fyrir er.
Við kvistirnir óskum svo auðvitað okkur sjálfum góðs gengis og ætlum að halda áfram að vera bestir...

Fyrsti leikurinn hjá Stjörnunni verður föstudaginn 7 janúar á móti Þór Þorlákshöfn klukkan 19.15. Leikurinn er útileikur. Áhugasamir eru hvattir til þess að mæta og þegja.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home